Ef þú finnur til svengdar á milli mála skaltu borða epli. Epli innihalda mikið af kolvetnum sem fara hægt út í blóðrásina og halda þannig blóðsykrinum stöðugum. Ef borðaður er einfaldur sykur (sælgæti) getur blóðsykurinn fallið mjög snögglega og valdið skyndilegu hungri. Þá hverfur viljastyrkurinn fyrir lítið. Epli eru auk þess næringarlega séð mjög hagstæð. Þau innihalda talsvert af vítamínum en ekki mikið af hitaeiningum.