Ef þú þarft að fá fljótfengna orku eru kolvetni úr vínberjum hentugust. Ef þú finnur fyrir þreytu er það hugsanlega vegna þess að blóðsykurinn hefur fallið. Það þarf ekki mikið af kolvetnum til þess að blóðsykurinn nái eðlilegu stigi aftur. Ef vínber eru borðuð þarf ekki að bíða lengi eftir því að sykurinn í þeim byrji að virka. Eftir nokkrar mínútur ætti þér að líða betur.