Nánast hver einasti þjálfari og fræðibók um æfingafræði hefur fram til þessa mælt með því að teygja á fyrir æfingar. Þetta hefur ennfremur verið álitinn viðurkenndur sannleikur sem ekki hefur verið véfengdur. Teygjur hafa ávalt verið taldar hafa þau áhrif að draga úr líkum á meiðslum og auka árangur í íþróttum vegna þess að liðamót og vöðvar geti hreifst í fullri hreyfingu. Það var ekki fyrr en nýlega sem annað kom í ljós. Undanfarin ár hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir sem hafa bent til annars. Teygjur fyrir æfingar draga úr getu til þess að hoppa jafnfætis og draga úr hámarsstyrk í lyftingum. Hin neikvæðu áhrif teygjuæfinganna vara í u.þ.b. klukkustund eftir teygjuæfingarnar. Hinsvegar gera teygjur vöðva eftirgefanlegri sem getur dregið úr líkunum á því að menn verði fyrir meiðslum. Þarna stöndum við frammi fyrir úlfakreppu. Hvernig getum við hitað upp til þess að hindra meiðsli án þess að draga úr árangri. Miðað við það sem við vitum í dag er best að hita upp með því að gera léttar æfingar og hreyfingar án mikillar áreynslu. Teygðu síðan á eftir æfingar þegar vöðvarnir eru heitir og árangurinn skiptir ekki lengur máli. 

(Strength Cond J, 22: 44-47,2000)