Rúmlega 50 rannsóknir hafa bent til þess að korn geti minnkað hættuna á hjartasjúkdómum og krabbameini um 30%. Bretar eru að átta sig á þessari staðreynd og hafa áætlað að ef menn myndu borða meira af korni myndi það bjarga 24,000 mannslífum á ári einungis þar í landi. Þeir eru hinsvegar að sækja á brattann vegna þess að 70% almennings veit ekki af þessum jákvæðu eiginleikum kornsins. 54% almennings vita ekki hvað heilhveitikorn er, 77% lesa aldrei utan á umbúðir matvæla og einungis 15% fá nægilegt korn í fæðunni. Talið er að einungis smávægileg breyting í rétta átt myndi bjarga fjölda mannslífa. Breskir næringarfræðingar taka svo djúpt í árinni að segja að ef fólk myndi borða einn skammt af heilhveitikorni á dag myndi það draga úr dauðsföllum um 8%.