Fyrir nokkrum árum stofnaði Jónína Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Planet stöðvana FIA einkaþjálfaraskólann í Svíþjóð. Hér á landi hafa verið haldin námskeið fyrir einkaþjálfara sem ætla sér að starfa sem slíkir í æfingastöðvum víða um land. Eftirspurnin eftir einkaþjálfurum hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og ljóst að þróunin innan heilsuræktargeirans stefnir í þá átt að einkaþjálfun er það sem koma skal. Sífellt fleiri vilja ráða einkaþjálfara til þess að halda sér við efnið og flestar æfingastöðvar hafa fjölmarga einkaþjálfara á sínum snærum. Samhliða þessari þróun hefur sprottið upp sú krafa að einkaþjálfara séu menntaðir hjá viðurkenndum skólum. 

Viðtal við Þórdísi Gísladóttur, íþrótta- og heilsufræðing hjá Planet Sport

 

FIA námskeiðið
Einkaþjálfaranámskeið FIA spannar fjórar helgar þar sem farið er yfir vítt svið og mikið námsefni. Námsefnið er byggt upp með það að markmiði að miðla þekkingu til þeirra sem ætla sér að starfa sem einkaþjálfarar í heilsuræktarstöðvum. Það góða við þetta er að markmið námsins er að gera nemendunum kleift að taka fólk í einkaþjálfun, þau fá ekki viðamikla kennslu í næringarfræði en þau læra grunnþætti til þess að geta sagt sómasamlega til. 

Yfirgripsmikið nám
Flestir sem útskrifast af námskeiðinu fara að starfa sem einkaþjálfarar þegar því er lokið. Heilsuræktargeirinn er þannig í dag að þú getur tæplega tekið að þér einkaþjálfun nema vera búinn að taka þetta námskeið sem lágmark. Þetta er lágmarksmenntunin sem þarf til þess að geta starfað sem einkaþjálfari. Námið er samanþjappað, farið er í líkamsbyggingu, næringarfræði, sálfræði og stór hluti er verklegur. Þar er verið að kenna þeim að kenna öðrum kenna æfingarnar, rétta beitingu líkamans, hvað má bjóða byrjendum, hvenær má byrja að þjálfa af hámarkskrafti o.s.frv. 
Flestir einkaþjálfarar starfa í tækjasal og námið er miðað við það. Þeir eru ekki næringarfræðimenntaðir þannig að þeir veita ekki næringarfræðiráðgjöf en þeir hjálpa viðskiptavininum við að gera dagbækur og fylgjast með mataræðinu. 

Góðir tekjumöguleikar
Þeir sem starfa í fullri stöðu sem einkaþjálfarar hafa nokkuð góðar tekjur og þeir kaupa sér utanaðkomandi hjálp frá næringarfræðingum eða öðrum sérfræðingum. Þannig afkasta þeir meiru því einn maður veit ekki endilega allt. 
Nemendum hefur gengið mjög vel að tileinka sér námið. Hluti af verkefninu sem þeir þurfa að skila er að taka einn einstakling að sér og þjálfa hann í átta vikur. Eftir þann tíma þurfa þau að skila 40 tíma vinnu á gullstöðvum Planet Pulse og eftir það geta þau byrjað að starfa sem einkaþjálfarar. Þetta nám er gott tækifæri fyrir þá sem hafa ekki aðra menntun en geta með þessu námi öðlast réttindi til þess að starfa við það sem þau vilja. 
Áhersla á menntað starfsfólk
Planet Pulse hefur verið í fararbroddi í því að reyna að fá einungis menntað fólk til starfa. Það eru margir sem sem halda að þeir geti sagt til vegna þess að þeir hafi einhvern tímann verið í íþróttum. Það er alls ekki rétt og þess vegna verður að vera einhver lágmarksmenntun sem menn geta sýnt fram á. 
Í framtíðinni er líklegt að þróunin verði sú að hver og einn vilji fá einkaþjálfara sem verður þá á vegum stöðvarinnar. Þróunin hefur verið í þá áttina að fólk vill fá einkaþjálfun. Þannig endast menn í þjálfun og æfingum. 

Fólk vill það besta
Ein helsta ástæðan fyrir því að fólk vill fá góða einkaþjálfara er að í dag eru gerðar miklar kröfur til þess að menn fái bestu æfingarnar, fái aðhald og fullvissu fyrir því að verið sé að gera rétt. Menn vilja það besta í dag. FIA námskeiðið er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að starfa í þessum geira en hafa ekki haft tækifæri til að fara í aðra menntun. Takmarkið er að FIA námið verði ákveðinn staðall sem gefur til kynna hvað nemandinn er búinn að læra og út frá því fær hann úthlutað verkefnum sem eru í samræmi við það. Æfingastöðvarnar vilja að sjálfsögðu halda sínum viðskiptavinum og með því að bjóða þeim upp á FIA menntað starfsfólk er verið að gæðatryggja þjónustuna. Markmið skólans er að bæta þekkinguna inni á æfingastöðvunum.

Vigdís Ásmundsdóttir er námsstjóri FIA einkaþjálfaraskólans. Vigdís er menntaður íþróttakennari og jafnframt með tvö ACE próf sem eru einkaþjálfarapróf og lífsstíls- og þyngdarstjórnunarpróf. 

FIA stendur fyrir Fitness Industry Alliance. Jónína Benediktsdóttir stofnaði það upphaflega í Svíþjóð þar sem það er orðið mjög þekkt og vinsælt. Fyrsta námskeiðið hér á landi var haldið fyrir tveimur árum og síðan hefur talsverður fjöldi nemenda farið í gegnum námið. Af síðasta námskeiði útskrifuðust 28 nemendur. 
Námskeiðið kostar 99.000,- kr og inni í því eru fjórar bóklegar helgar og ACE einkaþjálfarabókin sem er mjög ítarlegt kennsluefni og ein besta kennslubókin í dag á þessu sviði. ACE sem stendur fyrir American Council on Excercise sérhæfa sig í að útbúa kennsluefni fyrir þjálfara og eru því í fremstu röð. Þeir sem fara á námskeiðið þurfa síðan að fara í gegnum verklega þjálfun sem felst í að taka að sér einstakling í átta vikur og það geta nemendurnir gert inni á Planet silfurstöðvum. Það er einnig innifalið í námskeiðsgjaldinu. Í lokin þurfa þau að starfa í 40 tíma á Planet gullstöðvum og allir sem útskrifast þurfa að vera með gilt skýrteini í skyndihjálp og halda því við. 

Þörfin fyrir einkaþjálfara að aukast
Þörfin fyrir einkaþjálfara kemur vafalítið til með að aukast á næstu árum og það sem við íslendingar þurfum að gera er að mennta okkar fólk betur. Innan heilsugeirans hefur þetta svið vaxið hraðast. 
Næsta námskeið verður haldið í febrúar og þeir sem vilja nálgast upplýsingar um FIA einkaþjálfaranámið geta hringt í síma 588 1700.