Það að borða stóra máltíð eykur verulega líkurnar á hjartaáfalli. Þrátt fyrir að þú borðir að staðaldri hollan mat getur ein stór máltíð aukið hættuna á hjartaáfalli. Það eru vísindamenn við Brigham og Kvennasjúkrahúsið í Boston sem spurðu 2000 manns um matarvenjur þeirra sama dag og þeir höfðu fengið hjartaáfall. Eftir að hafa troðið í sig miklum mat er hættan á hjartaáfalli 10 sinnum meiri á næsta klukkutímanum en venjulega. Eftir þrjá tíma þegar fæðan er melt hverfur áhættan. 
Ef þú ert tvítugur ötull líkamsræktar- eða vaxtarræktarmaður er líklegt að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur af að troða þig út við hátíðarborðið. Hinsvegar er staðreyndin sú að ef þú býrð við einhverja áhættuþætti gagnvart hjartasjúkdómum ættirðu að hugsa þig um tvisvar áður en þú borðar risastórar máltíðir. Áhættuþættirnir eru hátt kólesteról, hár blóðþrýstingur, reykingar, offita og sykursýki. Rannsóknin var kynnt á ársþingi Samtaka Bandarískra Hjartasjúklinga. 
Associated Press, 15, Nóv. 2000.