Sumarið nálgast óðum og hver fer að verða síðastur að koma sér upp sexpakka eða þvottabretti fyrir sumarið. Vel mótaðir magavöðvar eru efst á óskalistanum hjá flestum líkamsræktariðkendum en það ekki öllum lagið að æfa þá rétt. Í flestum tilfellum þurfa menn að vera sæmilega skornir til þess að vöðvaskilin sjáist vel, en það er ekki til neins að vera skorinn ef vöðvarnir sjálfir eru ekki nægilega stórir til að sjást. Stórir magavöðvar þola hinsvegar að hafa utan á sér svolitla fitu og sjást því betur þó skurðir séu ekki í hámarki. Hér er ætlunin að hlaupa yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við þjálfun magavöðvana og sýna nokkrar æfingar sem eru mjög góðar til að byggja upp þessa vinsælu vöðva. Í hverri lyftu skal gæta þess að viðhalda ákveðnum takti í hreyfingum og gæta þess að rykkja ekki og láta átakið vera stöðugt – það á alltaf að vera átak á vöðvunum – aldrei dauður punktur. Æfingarnar sem sýndar eru hér á síðunni á að gera tvisvar í viku. Oftar er ekki endilega betra, þó magavöðvarnir séu frekar fljótir að jafna sig. Eins og aðrir vöðvahópar, þá taka magavöðvarnir best við sér þegar þeir eru æfðir af krafti í stuttan tíma og fá tíma til að byggja sig upp og hvílast. 1. Magakreppur í togvél. 3 x 8-122. Öfugar uppsetur 3 x 8-123. Uppsetur á gólfi 3 x 8-124. Fótalyftur 3 x 8-12

Hér er ætlunin að hlaupa yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við þjálfun magavöðvana og sýna nokkrar æfingar sem eru mjög góðar til að byggja upp þessa vinsælu vöðva. Í hverri lyftu skal gæta þess að viðhalda ákveðnum takti í hreyfingum og gæta þess að rykkja ekki og láta átakið vera stöðugt – það á alltaf að vera átak á vöðvunum – aldrei dauður punktur. Æfingarnar sem sýndar eru hér á síðunni á að gera tvisvar í viku. Oftar er ekki endilega betra, þó magavöðvarnir séu frekar fljótir að jafna sig. Eins og aðrir vöðvahópar, þá taka magavöðvarnir best við sér þegar þeir eru æfðir af krafti í stuttan tíma og fá tíma til að byggja sig upp og hvílast. 1. Magakreppur í togvél. 3 x 8-122. Öfugar uppsetur 3 x 8-123. Uppsetur á gólfi 3 x 8-124. Fótalyftur 3 x 8-12

Myndir: Myndrún Akureyri. Módel: Hreinn Hringsson.