Ert þú einn af þeim sem vilt púla í stigvélinni vegna þess að hún byggir samtímis upp styrk og þol? Kosturinn er einnig sá að hægt er að horfa á sjónvarp, lesa tímarit eða tala við vini um leið og æft er. En spurningin er hvort þú sért að æfa eða hvort þú sért einungis að framkvæma hreyfingarnar? Stigvélarnar eru þannig að auðvelt er að svindla í þeim og þar af leiðandi er hætt við að menn fái litla æfingu út úr þeim. Ef þú hallar þér fram í vélunum og styður þig við handriðið þannig að hnúarnir hvítna er ljóst að þú ert ekki að taka á. Ef þú tekur grunn skref í stað djúpra munar mjög miklu um það hver brennslan er. Annað sem sést oft er að menn lúta oft fram yfir vélina. Ef það er gert brennirðu ekki einungis færri hitaeiningum, heldur er einnig hætta á bakmeiðslum. Aðal atriðið er að leggja sig fram. Því minna sem þú leggur þig fram því færri hitaeiningum brennirðu.