Nýtt og breytt eintak komið út

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar í nýjasta eintaki Fitnessfrétta sem eru á leiðinni í æfingastöðvar í vikunni.  Áhersla er aukin á þjálfun, æfingakerfi og hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem stunda æfingastöðvarnar auk þess sem hönnun blaðsins hefur tekið breytingum. Blaðið er einnig stærra en vanalega.

Þetta er nítjándi árangurinn sem er að hefja göngu sína en blaðinu hefur ávallt verið vel tekið. Reglulegir lesendur munu eflaust sjá breytingar á nýjasta blaðinu en búast má við fleiri breytingum í þá átt að sækja meira í reynslubanka þeirra sem stunda æfingastöðvarnar, fjölga viðtölum við þá sem starfa í líkamsræktariðnaðinum á hinum ýmsu sviðum.

Það hefur aukist að blaðið sé lesið á fitness.is og ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum í takt við breytingarnar á blaðinu. Lesendur mega búast við að sjá frekari breytingar í þá áttina á næstu dögum og vikum.

Markmið Fitnessfrétta er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt, hreyfingu og heilbrigða lífshætti.