Genabreytingar í framtíðinni
Þeir sem eiga við átröskun að stríða dreymir um að borða það sem þeir vilja án þess að fitna. En eins og þeir vita sem eru að berjast við aukakílóin þá líður ekki á löngu þar til vigtin fer að kvarta ef slakað er á verðinum í mataræðinu. Sá dagur kann hinsvegar að koma að okkur verði óhætt að borða hvað sem er án þess að fitna. Í rannsókn sem kynnt var fyrr á þessu ári við Baylor Læknaháskólann í Bandaríkjunum uppgötvaðist ensím í músum sem kallast acetyl-CoA Carboxylasi 2 (ACC2) en þetta ensím virðist hafa það hlutverk að stjórna líkamsþyngdinni. Vísindamennirnir þróuðu genabreytt músaafbrigði sem var án ACC2 ensímsins sem gerði það að verkum að það var sama hvað mýsnar borðuðu þær fitnuðu ekki. Þrátt fyrir að mýsnar borðuðu 40% meira en viðmiðunarhópurinn urðu þær grennri en viðmiðunarhópurinn sem hafði ekki verið genabreyttur. Með því að útiloka þetta gen brenndu mýsnar mun meiri fitu en vanalega. Vísindamennirnir eru þessa dagana að reyna að þróa lyf sem hamlar ACC2 í mönnum og vonast þeir til að vera með nothæft lyf sem gæti hjálpað mönnum í baráttunni við aukakílóin innan fimm ára. 
(Reuters Health, 29, mars 2001)