Einn af dragbýtum nútíma þjóðfélags er sívaxandi þunglyndi og þar af leiðandi aukin notkun þunglyndislyfja. Það er margt sem leggst á eitt til þess að kalla fram þetta ástand. Lífstíll fólks er streituvaldandi, efnahagur fer upp og niður, persónuleg sambönd og fjölskylduaðstæður eru í uppnámi, mataræðið er í besta falli lélegt og hreyfingaleysi ofan á allt saman veldur því að menn fá ekki útrás og vandamál hefur fæðst sem lýsir sér í þunglyndi. Nýleg rannsókn sem gerð var við Freie Háskólann í Berlín sýndi fram á að fólk sem æfði í tíu daga upplifði sömu jákvæðu breytingarnar og sjúklingar sem tóku þunglyndislyf í þrjár vikur. Vísindamennirnir komu fram með þá tilgátu að æfingar framkalli jákvæðar efnabreytingar í heilanum sem draga úr þunglyndiseinkennum. Sjúklingarnir gætu einnig hafa orðið jákvæðari vegna þess að þeim þótti jákvætt að taka þátt í tilraun svo ekki er vitað hvort æfingar virki jafn vel þegar til lengri tíma er litið en niðurstaðan er afgerandi. 
(WebMD, 27. mars 2001.)