Anna Bella MarkúsdóttirAnna Bella komst í topp tíu á Spáni

Anna Bella Markúsdóttir hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu í fitness sem lauk í vikunni á Spáni. Árangurinn er sá besti sem íslenskur keppandi hefur náð í erlendri fitnesskeppni. Keppnin í hennar flokki var afar erfìð, en í sínu besta formi náði Anna þessum frábæra árangri. Um 40 þjóðir tóku þátt í keppninni og voru alls 170 keppendur að keppa í bæði fitness og vaxtarrækt. Mótið er haldið á vegum IFBB sambandsins sem er þriðja stærsta íþróttasambandið í heiminum í dag. Árangur Önnu er frábær í ljósi þess að í hennar flokki voru 17 keppendur sem eru flestir sigurvegarar frá sínu landi og fram til þessa hefur þótt gott að komast í 15 manna úrslit á heimsmeistaramótinu. Árið 1996 náði Anna Sigurðardóttir ellefta sæti á heimsmeistaramóti sem haldið var í Bandaríkjunum sem þykir gott miðað við vinsældir fitnesskeppna í dag enda er keppni í fitness á góðri leið með að verða ein fjölmennasta keppni meðal kvenna í heiminum í dag. Skipt er í hæðarflokka á heimsmeistaramótinu og keppti Anna í flokki undir 158 sm. Heiðrún Sigurðardóttir keppti í flokki 167 sm og yfir en í honum voru 27 keppendur og náði Heiðrún ekki að komast í úrslit að þessu sinni.

Myndir í myndasafni fitness.is

Myndir af sigurvegurum á ifbb.com