Við sjáum kraftlyftingamenn gjarnan í sérstökum bekkpressubolum sem eru nýðþröngir. Þessir bolir eru allt annað en þægilegir og einna líkast er að sá sem þeim klæðist sé í spennitreyju.

Einnig eru til svokallaðar „stálbrækur“ sem keppendur nota einnig í hnébeygju eða réttstöðulyftu. Bekkpressubolirnir eru sérstaklega hannaðir til þess að auðvelda lyftuna og bæta stangarferilinn, þ.e. að sjá til þess að stöngin fari rétta leið upp. Þeir sem kunna vel að nýta sér þessa bekkpressuboli geta lyft um 100 kg meira í bekkpressu heldur en þeir gætu án bolsins.  Þar af leiðandi er víða um heim farið að keppa í bola- og bolalausum bekkpressukeppnum.

Fyrir utan það að auðvelda keppandanum að lyfta draga bekkpressubolirnir úr álagi á axlaliðina. Meiðslahætta á því að vera minni.

(Journal Strength Conditioning Research, 23: 1125-1128, 2009)