Sá sem er vöðvamikill brennir fleiri hitaeiningum yfir daginn en sá sem er það ekki. Með því að æfa styrktaræfingar og bæta á þig vöðvamassa ertu að efla grunnefnaskipti líkamans.

Efnaskipti líkamans eflast síðan enn frekar ef þú borðar nokkrar litlar máltíðir yfir daginn í stað þess að borða eina eða tvær stórar máltíðir. Þannig heldur líkaminn áfram að brenna hitaeiningum eftir æfingar og heildarfjöldi þeirra hitaeininga sem þú brennir yfir daginn er meiri.