MargretGnarrDSC_8026~7
Margrét Gnarr er þriðja frá vinstri.

Hver er þín upplifun af mótinu í gær og úrslitunum?

Ég viðurkenni að ég var soldið hissa á sætinu sem ég lenti í en greinilega vildu dómarar mýkra útlit að þessu sinnu. Stelpurnar í top sætunum voru mikið mýkri en ég. Það er þó gífurlega mikill heiður að fá að keppa á þessu móti en það er mjög flott. Það var vel hugsað um okkur atvinnumennina. baksviðsaðstaðan var mjög góð og góður andi í húsinu.

Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi?

Ég hefði ekki viljað gera neitt öðruvísi þegar kom að mínu formi og minni sviðsframkomu og ég var mjög sátt. Ég ráðfærði mig við þjálfara minn Jóhann Norðfjörð eftir mótið og er hann með plön um að bæta hitt og þetta fyrir komandi mót.

Hvaða mót er næst á dagskrá og hvenær er það haldið?

Það er ekki komið á hreint hvaða mót er næst á dagskrá en það gæti verið að ég taki mót mjög fljótlega. Ég verð búin að ákveða það í næstu viku.

Sigurvegari_no14_DSC_8023~7
Sigurvegarinn India Paulino frá Bandaríkjunum.
Efstu sex keppendurnir.
Efstu sex keppendurnir.