Arginín er amínósýra sem er undir vissum kringumstæðum nauðsynleg fyrir líkamann. Hún stuðlar að framleiðslu líkamans á vaxtarhormóni sem aftur ýtir undir vöðvavöxt og hraðar efnaskiptum. Nú er talið að arginín lækki einnig blóðþrýstingmeð jákvæðum áhrifum á æðakerfið. Prófað var að gefa karlmönnum með of háan blóðþrýsting L-arginín 6-12 grömm á dag í fjórar vikur í pólskri rannsókn. Blóðþrýstingurinn lækkaði um 1-3%. Talið er að arginín amínósýran hafi þessi áhrif á blóðþrýstingin með því að bæta ástand æðaveggja og efla hæfni þeirra til að losa meira nituroxíð út í blóðið. Líkamsræktarfólk hefur haft sérstakan áhuga á L-arginín amínósýrunni fyrst og fremst vegna þess að hún er talin lækka blóðþrýsting og stuðla að framleiðslu vaxtarhormóna eins og áður er nefnt.
(Medicine Science Monitor, 16: CR266-271, 2010)