Hugsanlegt er að capsaicin og seyði úr grænu te dragi úr matarlyst samkvæmt danskri rannsókn. Fjölmargir bætiefnaframleiðendur halda því fram að tilhæfulausu að þeirra bætiefni dragi úr matarlyst.  Sannanir þess efnis liggja þó sjaldnast fyrir.  Danska rannsóknin kannaði áhrif capsaicins, CH-19, sæts pipars og seyðis úr grænu te og benti hún til þess að þessi efni gætu stuðlað að léttingu.

(Clinical Nutrition, 28: 260-265, 2009)