iStock_000005635459MediumÞað er fleira en Viagra sem bætir frammistöðuna í bólinu. Æfingar og hreyfing bæta kynlífið með því að stuðla að og bæta heilbrigði æðakerfisins sem limur karlmanna treystir á. Hóflegar æfingar í samtals 236 mínútur á viku bættu kynlífið meira en léttar æfingar í samtals 105 mínútur á viku hjá miðaldra feitum karlmönnum samkvæmt rannsókn sem japanskir vísindamenn gerðu.

Af þessum tveimur hópum sýndi hópurinn sem æfði meira sömuleiðis meiri framfarir í frammistöðu í kynlífi. Þeir léttust meira, mittismál minnkaði meira og testósterón mældist hærra en hópurinn sem æfði minna. Æfingar bæta þannig efnskiptaheilsu á ýmsan hátt sem gagnast líka í rúminu.

(Journal of Sexual Medicine, vefútgáfa 1. maí, 2013)