spinning og hjólFlestir sem æfa sér til heilsubótar og þeir sem taka hlutina lengra með því að byggja upp vöðvamassa blanda saman þolæfingum og styrktaræfingum. Spurningin er hvort sé betra að taka á undan? Rannsókn sem gerð var í Finnlandi sýndi fram á að tauga- og hormónakerfið tók við sér sama hvoru var byrjað á. Þegar styrktaræfingar eru teknar á undan þolæfingum lækkar testósterón líkamans og kortísól eykst hjá karlmönnum en ekki konum. Hormónajafnvægi líkamans var ekki orðið venjubundið eftir 48 tíma hvíld en taugakerfið var orðið eðlilegt. Þar af leiðandi er erfitt að segja til um hversu hagnýtar niðurstöður þessarar rannsóknar eru. Rannsóknin gekk út frá því að mæla breytingar á hormónakerfinu en það er ekki það sama og að mæla mismunandi árangur. Þrátt fyrir að hormónakerfi líkamans hafi ekki jafnað sig eftir átök er ekki þar með sagt að það borgi sig að lengja hvíld á milli æfinga.

(PlosOne, 8(2): e55051, 2013)