Hámarksárangur í vöðvauppbyggingu byggist á samblandi vöðvátaka, hitaeininga, aðgengi að amínósýrum, hormónakerfi líkamans og hvíld. Vísindamenn við McMaster Háskólann í Kanada endurskoðuðu áður birtar rannsóknir og ályktuð að með því að stjórna öllum þessum þáttum á kerfisbundinn hátt væri hægt að hámarka nýmyndun vöðvaprótína.

Neysla prótína eykur nýmyndun vöðva og með því að borða nægt prótín og æfa er hægt að sjá til þess að aðstæður séu til staðar í líkamanum til þess að nýmyndun prótína sé hámörkuð í 24 tíma og falli aldrei niður. Mysu- og mjólkurprótín innihalda leucine og virka betur en sojaprótín til nýmyndunar vöðva. Bæði gamlar og nýjar rannsóknir sýna að lykillinn að vöðvauppbyggingu er að blanda saman æfingum þar sem æft er mjög nálægt þolmörkum og getu í styrk ásamt því að borða reglulega gæðaprótín. Í því sambandi er gott að hafa í huga að líkaminn nýtir ekki mikið meira en 25-30 g af prótíni á tveggja til þriggja tíma fresti.

(Nutrition & Metabolism, 9:40, 2012)