Beiskjugúrka er það sem á enskunni kallast bitter melon. Beiskjugúrkufræolía inniheldur mikið af beygðri línólfitusýru (CLA) sem er eitt vinsælasta bætiefnið í dag vegna þess að það er talið hafa hina ýmsu jákvæðu eiginleika, þar á meðal að draga úr bólgum sem valda auknu insúlínviðnámi, sykursýki, minni kynorku sem og að auka skilvirkni líkamans í fitunýtingu. Rannsókn við Kínverska Læknaháskólann í Taiwan sýndi fram á að feitar mýs sem fengu beiskjugúrkufræolíu þyngdust minna en þær sem fengu lyfleysu. Þetta umtalaða bætiefni virkaði með því að drepa fitufrumur og örva efnaskiptaferli í frumunum sem auka brennslu.

(Journal Nutrition, 142: 1197-1204, 2012)