Hlutfall offitu fer vaxandi og einn fylgifiskur offitu er aukið insúlínviðnám og sykursýki tvö sem eykur líkurnar á lifrarsjúkdómi sem lýsir sér helst þannig að lifrin fitnar. Fitusöfnun lifrarinnar veldur bólgum og hamlar efnaskiptum sem varða orkuefnin þrjú, fitu, prótín og kolvetni. Hægt er að greina þennan lifrarsjúkdóm á auknu magni ákveðinna ensíma. Vísindamenn við Læknaháskólann í Washington í St. Louis tóku saman rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviðið og komust að þeirri niðurstöðu að mataræði sem inniheldur lítið af kolvetnum stuðli að þessum lifrarsjúkdómi. Ef umrætt mataræði varir hinsvegar í skamman tíma virðist það ekki hafa áhrif á lifrina.

(Current Opinion Clinical Nutrition & Metabolic Care, 15: 374-380, 2012)