Hið opinbera lágmark á hreyfingu í hverri viku til þess að halda sér í sæmilegu formi er samtals 150 mínútur. Best er að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi, en þetta er lágmarkið er horft er á eina viku. Ennfremur er mælt með lóðaæfingum tvisvar til þrisvar í viku. Ann Swank við Háskólann í Louisville heldur því fram að fólk þurfi að æfa og hreyfa sig minna til að viðhalda góðu formi en til þess að komast í form. Betra er heilt en vel gróið stendur einhversstaðar. Það er nóg að æfa tvisvar í viku til þess að viðhalda þoli og styrk en eftir örfáar vikur í hreyfingaleysi byrjar formið að dala. Það þarf því ekki mikið til að viðhalda góðu formi. Full ástæða er til að nefna að hér erum við að tala um viðmið þeirra sem stunda æfingar og hreyfingu heilsunnar vegna. Íþróttamenn sem ætla sér að komast í fremstu röð þurfa að setja markið hærra en 150 mínútur á viku.

(ACSM Health & Fitness Journal, 16 (4): 35-36, 2012)