sykur_varirSætuefni komu fyrst fram snemma á sjötta áratugnum og óhætt er að segja að þau hafi verið umdeild meira eða minna síðan þá. Aaron Carroll er prófessor í barnalækningum við Læknaháskólann í Indiana í Bandaríkjunum og hefur skrifað mikið um samanburðinn á sykri og sætuefnum. Hvort sykur eða sætuefni séu verri eða betri fyrir okkur.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að sætuefni tengjast krabbameini í tilraunadýrum en rannsóknir hafa ekki sýnt óyggjandi fram á að sama eigi við um menn. Viðamiklar lýðheilsurannsóknir hafa sýnt fram á að sætuefni séu hættulaus. Ekki er hægt að segja hið sama um sykur. Eftir því sem fólk borðar meira af sykri fjölgar aukakílóunum en eftir því sem fólk notar meira af gervisætum er það léttara og með lægra fituhlutfall. Ofneysla á sykri eykur hættuna á áunninni sykursýki og tvöfaldar hættuna á að deyja af völdum kransæðasjúkdóma. Það leikur því enginn vafi á að sykur er óhollur en þrátt fyrir umdeildar rannsóknir er margt sem bendir til að gervisætur séu skaðlausar.
(New York Times, 10. ágúst 2015)