Cola is pouring into glassHreyfingaleysi stuðlar að offitu og lélegri efnaskiptaheilsu sem getur leitt til ótímabærra dauðsfalla, hjartasjúkdóma og áunninnar sykursýki. Stórar lýðheilsurannsóknir hafa sýnt fram á að gott líkamsástand og reglulegar æfingar eru mikilvægari fyrir heilsuna en aukakíló. Coca-Cola fyrirtækið hyggst styrkja rannsókn á vegum samtakana Global Energy Balance Network til þess að sýna fram á þetta sjónarmið. Fyrirtækið gaf 1,5 milljarð dollara sem stofnfé í samtökin. Afstaða fyrirtækisins snýst um að sýna fram á þátt hreyfingaleysis í offitufaraldrinum fremur en að skyndibitum og gosdrykkjum sé um að kenna. Gjöfin er ekki bundin neinum skilyrðum en vísindamenn sem standa að baki samtökunum fullyrða að fyrirtækið muni ekki hafa neina aðkomu né stjórn á rannsóknum þeirra. Vísindamennirnir eru allir virtir vísindamenn með langan og áreiðanlegan feril í rannsóknum.
(The New York Times, 9. ágúst 2015)