Ástralskir vísindamenn hafa sýnt fram á að langvarandi megrun hefur áhrif á hormón sem stjórna blóðsykri, fitusöfnun, matarlyst og efnaskiptahraða. Þeir mældu hormón sem hafa stjórn á matarlyst og efnaskiptahraða í 50 offitusjúklingum sem voru í 10 vikna megrun. Þeir mældu sömu hormón aftur ári síðar til samanburðar. Megrunin reyndist hafa langvarandi áhrif á leptín, peptíð YY cholecystokinín, insúlín, ghrelín og ýmis fjölpeptíð. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu sömuleiðis frá að þeir finndu oftar fyrir hungri en árið áður en rannsóknin hófst. Skyndimegrun veldur langvarandi breytingum á hormónum sem hafa því hlutverki að gegna að stjórna matarlyst og efnaskiptahraða. Öfgar í megrunarkúrum vinna þannig gegn meginmarkmiðinu sem var að léttast.

(New England Journal of Medicine 365: 1597-1604, 2011)