Samkvæmt nýrri rannsókn sem Helen Parretti við Oxfordháskólann í Bretlandi kynnti nýverið er ráðlegt að drekka hálfan lítra af vatni fyrir helstu máltíðir dagsins til að léttast. Í rannsókninni drakk einn hópur hálfan lítra af vatni hálftíma fyrir stóra máltíð og annar hópur ímyndaði sér að þeir væru saddir. Tólf vikum síðar hafði vatnsdrykkjuhópurinn lést um 2,5 kg en þeir sem ímynduðu sér að þeir væru saddir höfðu lést um 1,5 kg. Það er einföld leið til að léttast að drekka vatn fyrir hverja máltíð og virkar – þó ekki sé með miklum látum. Svipaður árangur náðist með því að drekka vatnið og náðist í nokkrum vel þekktum megrunaraðferðum. Þetta er því ekki galnari aðferð en margt annað sem er á boðstólnum. Lítið er hinsvegar vitað um langtímaáhrif þess að drekka vatn fyrir máltíðir þar sem rannsóknin stóð einungis í 12 vikur. Sá tími er hinsvegar ekki langur og því er ekki hægt að útiloka að það sé tilraunarinnar virði að venja sig á vatnsdrykkjuna fyrir máltíð þegar horft er til lengri tíma.
(Obesity, 23: 1785-1791, 2015)