Skráning keppenda hafin

Þessa dagana eru keppendur á Íslandsmótinu í fitness að undirbúa sig af fullum krafti. Mótið fer fram dagana 13.-14. apríl í Háskólabíói og búist er við miklum fjölda keppenda enda er Íslandsmótið að venju stærsta mótið sem haldið er á hverju ári hér á landi.

  • Miðvikudagur 12. apríl: Innritun keppenda.
  • Fimmtudagur 13. apríl: Karlaflokkar.
  • Föstudagur 14. apríl: Kvennaflokkar.

Skráning keppenda er hafin á Íslandsmótið en dagskrá og keppendalisti verða birt hér þegar nær dregur móti. Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Skráningarformið er hér