Þegar fastað er þarf að drekka mikið af vatni.

Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á að langtíma niðurskurður í hitaeiningum getur lengt lífið um 20%. Rottur og mýs eru ekki langlíf kvikindi og því ekki endilega hægt að heimfæra þessar niðurstöður á menn. Engu að síður eru nokkrir rannsóknarhópar að rannsaka áhrif mikillar hitaeininganeyslu á ýmsa sjúkdóma. Horft er til þess hvort óþarflega mikil neysla á mat hafi áhrif á heila- og mænusigg og asma.

Fyrstu niðurstöður varðandi ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma lofa góðu. Krabbamein, efnaskiptasjúkdómar, asmi og liðagigt eru sjúkdómar sem hafa verið að rannsakaðir í þessu sambandi. Vísbendingar eru um að niðurskurður hitaeininga kunni að vera raunhæfur valkostur í baráttunni við suma alvarlega sjúkdóma.
(Cell Reports, 15: 2136-2146, 2016)