egg_nokkurLeiðbeiningar frá Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna um mataræði á þessu ári bentu á að „kólesteról er ekki næringarefni sem þarf að varast vegna ofneyslu“. Niðurstöður stórra lýðheilsurannsókna á borð við Framingham hjartasjúkdómarannsóknarinnar og „Sjö landa rannsóknarinnar“ sýndu bein tengsl á milli kólesteróls í blóði og kransæðasjúkdóma. Hinsvegar eru lítil tengsl á milli kólesteróls í mataræðinu og kólesteróls í blóði. Uppruni kólesteróls í blóði er aðallega frá lifrinni. Hinsvegar er upptaka fólks með áunna sykursýki meiri á kólesteróli í innyflum sem gefur til kynna að það ætti að varast kólesteról í fæðunni. Hlutverk kólesteróls í fæðunni gagnvart þróun hjartasjúkdóma er hinsvegar óljóst hjá flestu fólki. Vísindamenn hafa ekki áttað sig á sambandinu þar á milli. Vísbendingar eru um að kólesteról í fæðu skipti fólk á hollu mataræði litlu máli.
(American Journal of Clinical Nutrition. 102: 235-236, 2015; 102:276-294, 2015)