D-vítamínskortur er algengari hjá feitu fólki en þeim sem eru í þokkalegu formi. Um 35% þeirra sem falla í offituflokkinn skortir D-vítamín og 24% þeirra sem eru feitir en eru ekki í offituflokknum. D-vítamínskortur virðist gera mönnum erfiðara að léttast. Hið undarlega er að magn D-vítamíns hefur forspárgildi fyrir léttingu í tengslum við strangt mataræði. Fólk sem skortir D-vítamín á erfiðara en annað með að léttast á meðan þeir sem hafa nægar byrgðir léttast meira. Meðalmaðurinn þarf að fá um 400-800 alþjóðaeiningar af D-vítamíni úr mataræðinu, bætiefnum eða úti í sólinni. Þetta getur verið alvarlegt vandamál fyrir suma þar sem margir eru innandyra stærsta hluta dagsins og sjá sjaldan sólina. Húðin getur framleitt D-vítamín fyrir tilstilli sólarinnar. Ef hinir sömu sleppa því líka að drekka D-vítamínbætta mjólk er hætt við að fátt sé um fína drætti í uppsprettum fyrir þetta nauðsynlega vítamín.
(Obesity Reviews, 16:341-349, 2015)