Ráðlagður dagsskammtur er nokkuð sem opinberir aðilar skilgreina fyrir okkur almúgann og á að leiðbeina okkur um það hversu mikið við þurfum að borða af ýmsum næringarefnum til að viðhalda heilbrigði.

Mælt er með 0,8 g af prótíni fyrir hvert líkamskíló fyrir meðalmann. Þetta þýðir að meðalkarlmaður þarf um 56 g af prótíni á dag og meðalkonan þarf um 46 g af prótíni á dag.

Aðferðin sem notuð er til að meta þörfina byggist á að mæla niturjafnvægi sem gefur til kynna hlutfallið á milli neyslu og notkunar líkamans á prótínum.

Önnur og nýrri aðferð sem nefnd er IAAO og er einskonar oxunarvísir amínósýra byggist á að mæla eyðingu ákveðinna mikilvægra amínósýra. Þessi mæliaðferð bendir til að þörfin fyrir prótín hafi verið vanmetin fram til þessa um 30-50%.

Paul Pencharz við Háskólann í Toronto í Kanada fór yfir rannsóknir á þessu sviði og ályktaði að ráðlagður dagsskammtur ætti að vera 1,5-2,0 g af gæðaprótínum fyrir hvert líkamskíló. Í því sambandi benti hann á að mysu- og mjólkurprótín séu mun heppilegri en jurtaprótín til að uppfylla þörf líkamans fyrir amínósýrur.

Amínósýrur eru einingarnar sem saman mynda prótín og óumdeilt er að prótín er nauðsynlegt til að viðhalda og byggja upp vöðvamassa.
(Applied Physiology Nutrion Metabolism, 41: 577-580, 2016)