Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá sprengingu sem orðið hefur á undanförnum árum í offitu. Frá árinu 1970 hefur offitutilfellum fjölgað um 250% í nokkrum löndum. Við skilgreinum offitu fullorðinna út frá formúlunni fyrir líkamsþyngdarstuðul (Body Mass Index) sem er þyngd/hæð2 (kg/m2). Dæmi: BMI hjá einstaklingi sem er 80 kg og 1,8 m er því: 80/1,82 = 24.7 sem er eðlileg þyngd. Ef hann þyngdist um 15 kg verður BMI 29.3, sem er fyrsta stigs offita. Annars stigs offita er á bilinu 30-39,9 og þriðja stig er yfir 40.

Það þarf ekki að þyngjast mikið til þess að teljast samkvæmt þessari formúlu í ofþyngd. Yfir 65% bandaríkjamanna og 60% íslendinga eru í ofþyngd og nokkuð er síðan fjórðungur íslendinga mældist með meira en 30 í líkamsþyngdarstuðul og falla því í offituflokkinn.

Lyf eru ekki sú lausn sem einhver hefði haldið að myndu leysa ofþyngdarvandann. Einungis eitt lyf (orlystat) hefur verið samþykkt til þess að berjst við offituna. Æfingar, mataræði og lífsstílsbreytingar eru einu raunverulegu lausnirnar sem hafa skilað umtalsverðum árangri fram til þessa. Rándýrar skurðaðgerðir hafa hjálpað einstaka og það aldeilis ekki án aukaverkana og verða líklega seint sú aðferð sem gripið verður til fyrir meginþorra fólks.

Æfingar, mataræði og lífsstílsbreytingar eru einu raunverulegu lausnirnar sem hafa skilað umtalsverðum árangri fram til þessa í baráttunni við offituvandann.

Af ýmsum ástæðum hafa flestar rannsóknir sýnt að það er lítið en ákveðið hlutfall þátttakenda í rannsóknum sem sýnir lítil sem engin viðbrögð við þeim meðferðarúrræðum sem felast í mataræði og æfingum. Dr. George Bray við Rannsóknarmiðstöðina í Lífefnafræði í Pennington bendir á að æskilegt væri að fara lyfjaleiðina með þá sem sýna góð viðbrögð við henni en hafa ber í huga að þrátt fyrir að æfingar og vandað mataræði skili sér ekki í léttingu hjá öllum einhverra hluta vegna er betra að æfa en ekki. Það er hægt að vera feitur í formi.

(Journal American Medical Association, 307: 2641, 2012)