Sterkar líkur eru á að sólbekkjanotkun valdi krabbameini. DeAnn Lazovich við Háskólann í Minnesota sýnir fram á í nýlega birtri rannsókn að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Um er að ræða svonefnt sortuæxli. Myndun sortuæxla er 74% líklegri meðal fólk sem notar sólbekki. Þeir sem nota sólbekki að staðaldri í meira en 10 ár auka áhættuna á að fá sortuæxli um 200% miðað við þá sem gera það ekki. Húðkrabbameinstilfellum hefur fjölgað um 2% síðasta áratug. Ein af ástæðunum er talin vera sú að með versnandi efnahag hafi sífellt færri efni á að fara í frí á sólarstrendur og því hafi sólbekkjanotkun aukist.
Mælt er með að hætta sólbekkjanotkun og nota frekar eitthvað af hinum nýju kemum og spreyjum sem gefa heilbrigðan húðlit. Þannig er hægt að fá hinn eftirsótta brúna húðlit án þess að bjóða heim hættunni á húðkrabbameini.
(Cancer Epidemiology, Biomarkers & Prevention, 19. 1557-1568, 2010)