Bætiefnafyrirtæki í Bandaríkjunum heldur því fram að auðveldasta leiðin til þess að koma kynlífslöngun eiginkonunnar í gang sé að gefa henni sænskan drykk sem kallast Niagra. Drykkurinn er gerður úr ýmsum jurtum frá Suður Ameríku og inniheldur meðal annars damiana, ginseng, schizandra og koffein. Mikið fjaðrafok er í kringum drykkinn hið vestra og hann hefur selst í gríðarlegu magni. Fullyrt er að konur sem drekki Niagra finni fyrir áhrifum innan 20 mínútna og að þau endist í fjóra tíma. Samkvæmt fullyrðingum eykur drykkurinn kynlífslöngun meira í konum en körlum. Niagra er enn ein afurðin sem markaðssett hefur verið til þess að auka kynlöngun kvenna en valkostirnir í þeim málum eru orðnir all margir.