Kona með kaffibollaRauðrófusafi og brauð sem bætt er í rauðrófukjarnseyði lækkar blóðþrýsting samkvæmt rannsókn sem breskir vísindamenn kynntu nýlega. Rauðrófur innihalda mikið af nítrít sem eykur nituroxíð í blóðrásinni. Nituroxíð er lofttegund sem myndast innan í æðaveggjum og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir blóðrásina og blóðþrýsting. Fæðutegundir og bætiefni sem auka framleiðslu nituroxíðs bæta blóðrásina og eru hugsanlega fyrirbyggjandi gagnvart hjartasjúkdómum.

(British Journal of Nutrition, 108: 2066-2074, 2012)