Staglast er á því að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins – einfaldlega vegna þess að það er rétt. Nýr vinkill hefur komið fram á þetta rótgróna húsráð með niðurstöðum rannsókna sem nýverið var birt. Prótíninnihald morgunverðarins virðist skipta miklu máli ef marka má rannsókn sem gerð var við Háskólann í Missouri í Bandaríkjunum. Þar komust menn að því að þeir sem borða prótínríkan morgunverð finnst þeir lengur saddir en samanburðarhópur. Rannsóknin fólst ekki í því að spyrja viðkomandi, heldur byggðist rannsóknin á heilaskönnun (MRI). Taugaboð til heilans sem gefa til kynna hungur voru mun færri í kjölfar prótínríks morgunverðar en annarrar samsetningar á fæðunni.

Þessi niðurstaða kann að skipta líkamsræktarfólk máli vegna þess að talið er að niturjafnvægi líkamans haldist betur sé ekki langt á milli prótínríkra máltíða og uppbygging gengur þannig betur fyrir sig. Bragðbættur drykkur að morgni sem inniheldur t.d. mysuprótín er því ágæt hugmynd fyrir líkamsræktarfólk. Miðað við niðurstöður þessarar rannsóknar má ætla að þannig megi draga úr hungurtilfinningu þegar líða tekur á daginn, matarlystin verður hóflegri og stuðlað er að vöðvauppbyggingu.

(Fréttatilkynning frá Háskólanum í Missouri, 18. Maí 2011)