LýsiTengsl virðast vera á milli magns omega-3 fitusýra í blóðrás og fitusöfnunar á neðri hluta líkamans. Fiskur, hvort sem það er þorskur, ýsa, lax eða silungur er góð uppspretta fyrir omega-3 fitusýrur auk þess sem bætiefni á borð við Lýsi er sömuleiðis góð uppspretta. Rannsókn sem Irene Munro og Manohar Garg frá Ástralíu gerðu sýndi fram á að þeir sem tóku 420 mg af omega-3 EPA og 1,620 mg af DHA voru með 6% lægri líkamsþyngdarstuðul og voru léttari en samanburðarhópur. Léttingin var ögn meiri hjá konum en körlum. Flestar rannsóknir hafa fram til þessa sýnt fram á að fiskolíubætiefni hafi ekki áhrif á fituhlutfall eða þyngd líkamans.

(Food Enzyme Function, vefútgáfa 1. febrúar 2013)