ECG printout and stethoscopeFæðutegundir eins og rauðrófur sem auka framleiðslu líkamans á nituroxíði auka blóðflæði í vöðvum. Nituroxíð er lofttegund sem myndast innan í æðaveggjunum og er mikilvæg til þess að stjórna blóðþrýsting og blóðflæði. Eitt af hlutverkum þess er talið geta tengst því að flytja næringarefni til vöðva fyrir og eftir æfingar með jákvæðum áhrifum á frammistöðu og endurnæringu.

Breskir vísindamenn sem endurskoðuðu rannsóknir með safngreiningaraðferðum ályktuðu að bætiefni byggð á rauðrófum lækki blóðþrýsting. Slagbilsþrýstingur (efri mörk) lækkaði um að meðaltali 4.4 mm Hg og lágbilsþrýstingur (efri mörk) lækkuðu um 1.1 mm Hg. Í öðrum rannsóknum hefur komið í ljós að rauðrófur eru mjög heppilegar til þess að bæta heilbrigði æða og auka þol.

(Journal Nutrition, 143: 818-826, 2013)