hellisbuiHellisbúafæði kallast svo þar sem það er talið líkt því sem mannkynið hefur átt að venjast í gegnum þróunarsöguna og fjölmargir aðhyllast þá kenningu að þetta sé mataræðið sem okkur sé eðlislægast að borða.

Nútímamataræði samanstendur af orkuríkkum, trefjalitlum og mikið unnum mat sem sömuleiðis er saltaður og þéttskipaður af mettaðri fitu. Rannsókn sem gerð var undir stjórn Mats Ryberg við Umeå í Svíþjóð leiddi í ljós að hellisbúafæðið dró úr hitaeininganeyslu um fjórðung, lækkaði líkamsþyngdarstuðulinn (hlutfall þyngdar miðað við hæð), lækkaði blóðþrýsting, blóðfitu og blóðsykur hjá öldruðum konum. Fjöldi vísindamanna hallast að þeirri skoðun að maðurinn sé erfðafræðilega séð sniðinn að hellisbúafæði. Nútímafæðið orsaki hjartasjúkdóma, sykursýki og krabbamein vegna þess að þróunarsagan hefur ekki aðlagað gen okkar að því að þrífast á slíku fæði.

(Journal of Internal Medicine, 274: 67-76, 2013)