Eins og við höfum oft fjallað um eru rannsóknir sem benda til að kolvetnalágt mataræði umfram hefðbundið stuðli að ögn meiri léttingu fyrstu sex mánuðina sem skorið er niður. Það hefur því freistað sumra íþróttamanna að vera á kolvetnalágu mataræði þrátt fyrir erfiðar æfingar. Þetta eru einfaldlega mistök. Allar rannsóknir síðustu hálfu öldina hafa sýnt fram á að kolvetni eru aðal orkugjafinn þegar átök í æfingum fara yfir 65% af hámarksgetu. Þol og þrek minnkar verulega á kolvetnalágu mataræði, sérstaklega þegar teknar eru margar æfingalotur.

Sykurát er vissulega heilbrigðisvandamál en kolvetni eru ekki öll sköpuð eins. Við þurfum kolvetni – sérstaklega þegar við ætlum að gera okkar besta í æfingum.

Rannsókn sem gerð var í Brasilíu sýndi fram á að kolvetnalágt mataræði dró úr heildarkrafti í vöttum og þoli hjá heilbrigðum og vel þjálfuðum karlmönnum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni upplifðu hinsvegar átökin á sambærilegan hátt. Mönnum líður semsagt ekki endilega verr á kolvetnalágu mataræði en æfingagetan er hinsvegar minni. Ekki láta segja þér annað en að borða kolvetni þegar æfingar eru annars vegar. Sykurát er vissulega heilbrigðisvandamál en kolvetni eru ekki öll sköpuð eins. Við þurfum kolvetni – sérstaklega þegar við ætlum að gera okkar besta í æfingum.

(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 24: 532-542, 2014)