Algengasta krabbamein sem karlmenn fá er í blöðruhálskirtli og það er í öðru sæti yfir dánarorsök af völdum krabbameina. Lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum. Krabbamein myndast við galla í efnaskiptum DNA erfðaefnisins sem veldur óeðlilegum frumuvexti. Í flestum tilvikum geta genin lagfært mistök í frumuvexti. Stökkbreyting gena vegna álags umhverfisþátta eða meðfæddra galla sniðganga hinsvegar þau stjórntæki sem fruman hefur yfir að ráða sem gerir það að verkum að frumuvöxturinn verður stjórnlaus. Stökkbreyting DNA erfðaefnisins getur gerst þegar menn verða fyrir geislun eða komast í tæri við krabbameinsvaldandi efni. Fæðutegundir sem draga úr bólgum í frumum eins og grænt laufgrænmeti er taldar geta fækkað slíkum tilvikum á meðan steiktur og brunninn matur er talinn fjölga þeim.

Tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli er breytilegt eftir heimshlutum en í dag er krabbamein í blöðruhálskirtli um 8% allra krabbameina. Qian He við Tongji læknaháskólann í Kína rannsakaði tengsl á milli kjúklingakjöts og krabbameins í blöðruhálskirtli en fann engin tengsl þar á milli. Quian He og félagar tóku saman 25 rannsóknir sem samtals höfðu náð til um 500.000 manns sem búa á vesturlöndum, Asíu og suður-Ameríku en ekki fannst fylgni á milli neyslu kjúklingakjöts og krabbameins í blöðruhálskirtli.
(PeerJ 4:e1646 https://doi.org/10.7717/peerj.1646, 2016)