Offitufaraldurinn sem herjar á heimsbyggðina tengist aukinni tíðni áunninnar sykursýki. Áunnin sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af háum blóðsykri, insúlínviðnámi og minnkandi magni af insúlíni í blóðrásinni. Lélegt mataræði og hreyfingaleysi eru helstu ástæðurnar fyrir þessum alvarlega sjúkdómi sem á eftir að taka við af hjartasjúkdómum sem eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í framtíðinni. Bæði lélegt mataræði og hreyfingaleysi er fylgifiskur offitu. Sífellt ofát sem veldur viðvarandi háum blóðsykri getur valdið sjúkdómnum. Rétt eins og reykingar hafa fengið mikla umfjöllun í gegnum tíðina sem orsakavaldur gríðarlegs kostnaðs við rekstur heilbrigðiskerfisins þá er ofát sem orsök offituvandans sömuleiðis að kosta þjóðfélagið og heilbrigðiskerfið miklar þjáningar og útlát.

Ofát sem orsök offituvandans kostar þjóðfélagið og heilbrigðiskerfið miklar þjáningar og útlát.

Vísindamenn víða um heim eru að rannsaka hvaða fæðusamsetning það sé sem valdi helst áunninni sykursýki. Einn af þeim er Kirsty Turner og félagar við Háskóla Suður-Ástralíu í Adelaide. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að þeir sem borða mikið af mjólkurmat eru í minni hættu gagnvart áunninni sykursýki en Kirsty og félagar báru saman blóðsykurhækkun eftir kjöt- og mjólkurvörumáltíðir. Ekki var hægt að sjá neinn mun á hækkun blóðsykurs á milli þessara fæðuflokka. Gott er að hafa í huga að magn skiptir máli, ekki eingöngu samsetning mataræðisins.
(American Journal Clinical Nutrition, 103:71-76, 2016)