Þeir sem æfa reglulega eru líklegri til að drekka áfengi í hófi en aðrir. Það tíðkast ekki hér á landi að hægt sé að kaupa áfengi í æfingastöðvum, en fyrir mörgum áratugum tíðkaðist víða erlendis að æfingaaðstaða væri í bakherbergjum á börum. Lyftingamenn fengu sér gjarnan einn kaldann á meðan þeir tóku á lóðunum. Íþróttaáhugamenn fá sér sumir einn eða tvo bjóra eftir fótboltaleik. Nú hafa nokkrar rannsóknir sýnt fram á að þeir sem drekka í hófi eru tvöfalt líklegri en aðrir til að stunda æfingar en þeir sem drekka aldrei. Niðurstaðan er sú sama hvort sem um er að ræða karla, konur eða mismunandi aldurshópa. Hófleg drykkja er ekki vandamál svo lengi sem hún leiðir ekki til hegðunar sem er ekki til fyrirmyndar.
(Health Psychology, 34:653-660, 2015 og The New York Times, 2. desember 2015)