Uppsetur hafa verið ein algengasta kviðvöðvaæfingin síðustu öldina. Þessi vinsæla og einfalda æfing hefur hinsvegar verið gagnrýnd fyrir að valda of miklu álagi á neðra-bakið sem getur endað með bakmeiðslum og jafnvel krónískum bakverkjum.

Það er mikilvægara að byggja upp stífa kjarnavöðva en að byggja upp fremstu kviðvöðvana vegna þess að kjarnavöðvarnir í kringum hrygginn styrkja og auka vöðvaþol, draga úr sársauka í neðra-baki og auka árangur í íþróttum. Góður kjarnvöðvastyrkur flytur styrk og hraða til útlima og eykur burðargetu hryggsins. Ennfremur vernda kjarnvöðvarnir líffæri í ákveðnum hreyfingum.

Tímamótarannsókn sem Benjamin Lee og Stuart McGill gerðu sýndi fram á að kyrrstöðuæfingar (isometric) fyrir kjarnvöðvana virkuðu betur til að auka kjarnvöðvastyrk en alhliða æfingar sem taka á allan líkamann til að þjálfa kjarnvöðvana. Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa efasemdum um gildi hefðbundinna kjarnvöðvaæfinga eins og uppseturnar eru. Hugsanlegt er að þessi rannsókn eigi eftir að breyta því hvernig við byggjum upp kviðvöðva og styrkjum kjarnvöðva líkamans.
(Journal Strength Conditioning Research, 29: 1515-1526, 2015)