Konur sem borða mikið af kalkríkum mat eru að jafnaði grennri en konur sem fá minna kalk úr fæðunni. Danskir vísindamenn tóku saman niðurstöður 13 rannsókna og notuðu til þess tölfræðiaðferð sem kölluð er meta-analysis. Þeir komust að því að eftir því sem meira var af kalki í fæðunni voru hægðirnar feitari. Þetta bendir til þess að kalkið trufli frásog (meltingu) fitu í smáþörmunum eftir máltíð. Getgátur vísindamannana snérust um að með því að borða meira af kalkríkum mat eins og mjólkurvörum aukist fituinnihald hægða og þar af leiðandi hafi kalkið óbeina þýðingu fyrir léttingu.

(Obesity Reviews, 10: 475-486, 2009)