Blöðruhálskirtilskrabbamein er næst-algengasta krabbameinið sem dregur karlmenn til dauða. Einn af hverjum sex karlmönnum sem á annað borð nær háum aldri fær blöðruhálskirtilskrabbamein þó önnur mein dragi þá til dauða að lokum. Ágengni þessa krabbameins er mismunandi en í sinni verstu mynd getur þetta krabbamein gengið hratt fyrir sig og dregið menn til dauða.

Rannsókn við Harvard Lýðheilsuháskólann bendir til þess að karlmenn sem drekka annað hvort venjulegt kaffi eða koffínlaust kaffi séu í 20% minni hættu á að fá ágengasta form þessa krabbameins. Kaffi inniheldur svonefnda sindurvara sem draga úr skaðlegum áhrifum frjálsra rafeinda, draga úr bólgum og efla blóðsykurstjórnun. Þessir þættir eru taldir hafa fyrirbyggjandi áhrif á blöðruhálskirtilskrabbamein.

Kaffi kann að virka sem hin ákjósanlegasta heilsufæða fyrir suma þar sem aðrar rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt fram á að kaffi dragi úr líkunum á Parkinson sjúkdómnum, sykursýki og lifrarsjúkdómum.

(ScienceDaily, 17. Maí 2011)