Fjöldi íþróttamanna nota bólgueyðandi lyf til þess að draga úr sársauka eða flýta fyrir bata eftir meiðsli. Nokkrar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að ofnotkun á bólgueyðandi lyfjum getur valdið hjartaslagi og heilablóðfalli. Lyfin hafa truflandi áhrif á aldosterone hormónið sem leikur mikilvægt hlutverk í salt- og vatnsjafnvægi frumna. Þau geta einnig raskað blóðstorknun sem skiptir miklu máli fyrir heilbrigði hjarta- og kransæðakerfisins.

(Expert Review Clinical Pharmacology 4: 299-302, 2011)