Kona með kaffibollaVísindamenn við Krabbameinsstofnunina í Bethesda í Maryland í Bandaríkjunum fullyrða að kaffidrykkja sé góð fyrir lifrina. Skorpulifur er í tólfta sæti yfir algengustu dánarorsakir í Bandaríkjunum. Rannsóknin sem vísindamennirnir gerðu fólst í að skoða gögn um 27.000 manns sem tóku þátt í annarri rannsókn. Þeir sem drukku mest af kaffi – meira en fjóra bolla á dag – mældust með minna af lifrarensímunum ALT, AST og GGT. Kaffi inniheldur sindurvara eins og glutathione sem gegna m.a. því hlutverki að verja lifrarfrumur. Skorpulifur er mjög hættulegur sjúkdómur. Örvefur myndast eftir skemmdir í stað þess að heilbrigður lifrarvefur myndist með þeim áhrifum að blóðflæði um lifrina verður óeðlilegt og efnaskipti hennar breytast. Algengasta orsök skorpulifrar er áfengisdrykkja og lifrarbólga C. Reykingar koma einnig við sögu, mikið af mettaðri fitu í mataræði, eiturefni í umhverfinu, erfðir og langvarandi steranotkun.
(Hepatology, vefútgáfa 30. október 2014)