feiturKarl033Efnaskiptasjúkdómar eru samsafn læknisfræðilegra vandamála. Hár blóðþrýstingur, aukið insúlínviðnám, kviðfitusöfnun, mikil blóðfita, áunnin sykursýki, bólgur og óeðlileg blóðstorknun svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt vandamál sem ólíklegt er að ungt fólk þurfi að takast á við. Þegar árin færast yfir aukast líkurnar hinsvegar á að einhver ef ekki fleiri en einn þessara efnaskiptasjúkdóma geri vart við sig – ef lífsstíllinn bíður upp á það. Minnkandi vöðvamassi er talinn eiga þar hlut að máli vegna mikilvægi hans við að hjálpa líkamanum við blóðsykurstjórnun. Paul Sorace við Læknaháskólann í Hackensack í New York endurskoðaði útgefnar rannsóknir á þessu sviði. Niðurstaða hans var að þolæfingar væru mikilvægastar til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma en styrktarþjálfun ætti hinsvegar að vera hluti af heildrænu æfingakerfi vegna mikilvægi hennar fyrir vöðvamassa og jákvæðra áhrifa á efnaskiptasjúkdóma.
(ACSM Health & Fitness Journal, 18 (6): 24-29, 2014)